Sport

Naumt tap fyrir Króatíu

Íslenska U-19 ára landslið Íslands tapaði 3-2 fyrir Króatíu í undankeppni EM í Sarajevo í dag og því eru möguleikar liðsin á því að komast í milliriðla í keppninni úr sögunni. Bjarni Þór Viðarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 18. mínútu og Ísland var því yfir í hálfleik. Króatar skoruðu tvö mörk á fimm mínútum og komust yfir 2-1 eftir klukkutíma leik, en Arnór Smárason jafnaði fyrir íslenska liðið þegar skammt lifði eftir af leiknum. Króatarnir náðu svo að tryggja sér sigurinn á lokasekúndum leiksins með dramatísku marki. Íslenska liðið á aðeins eftir að leika við Bosníu í riðlinum á föstudag, en þar munu íslensku strákarnir freista þess að krækja í fyrstu stig sín í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×