Sport

Rooney segist hafa þroskast

Hinn ungi en skapheiti framherji Wayne Rooney hjá Manchester United, heldur því fram að hann hafi þroskast mikið síðan hann gekk í raðir liðsins og segir að aukin ábyrgð sem fylgi því að spila fyrir stórliðið muni verða til þess að flýta fyrir þroska sínum. Rooney tekur út leikbann þegar enska landsliðið mætir Austurríkismönnum á Old Trafford á laugardaginn, en hann er líka í banni fyrir brottvísunina sem hann fékk í  Meistaradeildinni gegn Villareal á dögunum. "Mér finnst ég hafa þroskast síðan ég kom til United og ég er að reyna allt sem ég get til að fækka kjánalegum áminningum fyrir kjaftbrúk. Ég er að venjast því dag frá degi að spila fyrir stórlið, því það er allt öðruvísi en að spila fyrir Everton," sagði Rooney, en fyrsti leikur hans fyrir enska landsliðið eftir bannið, verður líklega leikurinn mikilvægi gegn Pólverjum. Sá leikur er á miðvikudaginn í næstu viku og þar verður það einmitt Kim Milton Nielsen sem dæmir, en það var hann sem vísaði Rooney af velli gegn Villareal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×