Íslensk skuldabréf erlendis 23. október 2005 15:04 Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira