Sport

Borgin neitar Rush um partí

Þátttakendur á Ian Rush Icelandair Masters knattspyrnumótinu sem fer fram í Egilshöll í byrjun nóvember fá ekki móttöku á vegum Reykjavíkurborgar. Á mótið sem er fyrir "lengra komna knattspyrnumenn" koma nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Englands á fyrri árum úr liðum Liverpool, Manchester United og Arsenal og etja kappi við íslensk lið. Mótið er á vegum Liverpool goðsagnarinnar Ian Rush sem orðinn er mikill Íslandsvinur og er jafnan með annan fótinn hér á landi þar sem hann hefur m.a. starfrækt knattspyrnuskóla fyrir íslenska krakka. Í erindi frá Steini Lárussyni hjá Icelandair til Reykjavíkurborgar var lagt til að mótttakan yrði fyrir 200 manns í Listhúsinu laugardaginn 5. nóvember n.k. Fram kemur í DV í dag að forsætisnefnd borgarinnar segði mótttökur ekki haldnar á frídögum. Það er því ljóst að enskar knattspyrnugoðsagnir eiga ekki jafnt sem aðrir upp á pallborðið hjá meðlimum nefndarinnar sem víla ekki fyrir sér að snobba fyrir bókmennta-, lista og menningarhátíðum með rándýrum veislum þegar svo ber undir. Meðal keppenda sem koma hingað til lands að taka þátt í mótinu 4. og 5. nóvember eru fyrir hönd Liverpool; Ian Rush, Jan Mölby, John Barnes og John Aldridge. Fyrir Manchester United; Frank Stapleton, Dennis Irwin, David May og Paul Parker. Og fyrir Arsenal keppa menn eins og Nigel Winterburn, Paul Davis, Graham Rix og Matin Hayes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×