Viðbragða er þörf 7. júní 2006 06:00 Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason bankastjórar Landsbankans Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans um mat Standard & Poors á horfum í lánshæfi ríkisins. Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki nýjustu fréttir að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. Ég hef haft mestar áhyggjur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahagslífinu, segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poors að stjórnvöld hægi á framkvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poors hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lendingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf ríkisvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu. Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að verulegu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt, segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krónunnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans um mat Standard & Poors á horfum í lánshæfi ríkisins. Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki nýjustu fréttir að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. Ég hef haft mestar áhyggjur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahagslífinu, segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poors að stjórnvöld hægi á framkvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poors hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lendingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf ríkisvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu. Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að verulegu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt, segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krónunnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira