Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta 2. ágúst 2006 07:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stóru viðskiptabankarnir - Glitnir, KB banki og Landsbankinn - og Straumur-Burðarás högnuðust um samtals um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 91,7 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2006. Glitnir var eina fjármálafyrirtækið sem skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2006 en þeim fyrsta. Til samanburðar högnuðust félögin fjögur um 29,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2005 og jókst hagnaðurinn því aðeins um fjögur prósent á milli ára. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins 2005 er aukningin miklu meiri, enda var samanlagður hagnaður félaganna þá 54,1 milljarður. Hreinar rekstrartekjur bankanna, að Straumi undanskildum, námu alls 68,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og samanstanda að mestu leyti af vaxta- og þóknunartekjum. Hreinar vaxtatekjur voru 39,5 milljarðar króna og þóknunartekjur um 22 milljarðar. Gengistap af fjármálastarfsemi nam 3,1 milljarði króna. Það er vart hægt að bera viðskiptabankana saman milli ára vegna aukinna umsvifa á öllum vígstöðum. Nærtækara er að horfa til fyrsta ársfjórðung þessa árs í þeim efnum. Þá námu hreinar rekstrartekjur 79,7 milljörðum krónum og dragast því saman um tæpa ellefu milljarða á milli fjórðunga. Mestu munar auðvitað um verulegra umskipta á fjármálamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi skiluðu bankarnir 25,3 milljarða hagnaði af fjármálastarfsemi en rúmlega þriggja milljarða tapi á öðrum eins og áður sagði. Hreinar vaxtatekjur jukust aftur á móti um 12,2 milljarða vegna mikillar verðbólgu og gengislækkunar krónu. Þóknunartekjur voru þær sömu milli fyrsta og annars fjórðungs. Rekstrargjöld bankanna voru rúmur 31 milljarður króna á öðrum hluta ársins en 26,7 á þeim fyrsta. Alls greiddu bankarnir þrír 6,3 milljarða króna í skatt á öðrum ársfjórðungi og alls fjórtán milljarða á fyrri hluta árs. Efnahagsreikningar bankanna án Straums þöndust gríðarlega út á fyrri hluta ársins. Samanlagðar heildareignir stóðu í 7.387 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 1.968 milljarða frá áramótum, um 36 prósent. Til að setja þessar eignir í samhengi við þjóðhagslegar stærðir má segja að eignir bankanna nemi meira en sjöfaldri landsframleiðslu. Aukningin var áramótum er því tæp tvöföld landsframleiðsla. Eiginfjárstaða bankanna hefur styrkst til muna á árinu, vaxið úr 389 milljörðum króna í 488 milljarða eða rétt um eitt hundrað milljarða. Að viðbættu eigin fé Straums nemur það alls 616 milljörðum króna. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stóru viðskiptabankarnir - Glitnir, KB banki og Landsbankinn - og Straumur-Burðarás högnuðust um samtals um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 91,7 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2006. Glitnir var eina fjármálafyrirtækið sem skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2006 en þeim fyrsta. Til samanburðar högnuðust félögin fjögur um 29,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2005 og jókst hagnaðurinn því aðeins um fjögur prósent á milli ára. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins 2005 er aukningin miklu meiri, enda var samanlagður hagnaður félaganna þá 54,1 milljarður. Hreinar rekstrartekjur bankanna, að Straumi undanskildum, námu alls 68,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og samanstanda að mestu leyti af vaxta- og þóknunartekjum. Hreinar vaxtatekjur voru 39,5 milljarðar króna og þóknunartekjur um 22 milljarðar. Gengistap af fjármálastarfsemi nam 3,1 milljarði króna. Það er vart hægt að bera viðskiptabankana saman milli ára vegna aukinna umsvifa á öllum vígstöðum. Nærtækara er að horfa til fyrsta ársfjórðung þessa árs í þeim efnum. Þá námu hreinar rekstrartekjur 79,7 milljörðum krónum og dragast því saman um tæpa ellefu milljarða á milli fjórðunga. Mestu munar auðvitað um verulegra umskipta á fjármálamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi skiluðu bankarnir 25,3 milljarða hagnaði af fjármálastarfsemi en rúmlega þriggja milljarða tapi á öðrum eins og áður sagði. Hreinar vaxtatekjur jukust aftur á móti um 12,2 milljarða vegna mikillar verðbólgu og gengislækkunar krónu. Þóknunartekjur voru þær sömu milli fyrsta og annars fjórðungs. Rekstrargjöld bankanna voru rúmur 31 milljarður króna á öðrum hluta ársins en 26,7 á þeim fyrsta. Alls greiddu bankarnir þrír 6,3 milljarða króna í skatt á öðrum ársfjórðungi og alls fjórtán milljarða á fyrri hluta árs. Efnahagsreikningar bankanna án Straums þöndust gríðarlega út á fyrri hluta ársins. Samanlagðar heildareignir stóðu í 7.387 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 1.968 milljarða frá áramótum, um 36 prósent. Til að setja þessar eignir í samhengi við þjóðhagslegar stærðir má segja að eignir bankanna nemi meira en sjöfaldri landsframleiðslu. Aukningin var áramótum er því tæp tvöföld landsframleiðsla. Eiginfjárstaða bankanna hefur styrkst til muna á árinu, vaxið úr 389 milljörðum króna í 488 milljarða eða rétt um eitt hundrað milljarða. Að viðbættu eigin fé Straums nemur það alls 616 milljörðum króna.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira