Viðskipti innlent

Spá lækkun á verði málma

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að verð á áli muni lækka um 35 prósent á næstu fimm árum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að verð á áli muni lækka um 35 prósent á næstu fimm árum. Markaðurinn/Vilhelm

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) greindi frá því í úttekt sinni á horfum í málmiðnaði í síðustu viku að verð á málmum hefði náð hámarki og líkur væru á að það lækkaði um allt að 60 prósent á næstu fimm árum.

Í úttektinni kemur fram að verð á málmum á borð við ál, kopar og stál hafi hækkað um heil 180 prósent á síðastliðnum fjórum árum og séu málmarnir á yfirverði. Líkur sé á að verð á kopar lækki um allt að 57 prósent á tímabilinu en álverð um 35 prósent. Spá IMF er þvert á væntingar fyrirtækja í málmframleiðslu, sem búast við stöðugu verði á málmum og hækkun frekar en lækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×