Viðskipti innlent

Laxaverðið lækkar

Lax Verð á eldislaxi hefur lækkað um 38 prósent á Evrópumarkaði síðan um hvítasunnu.
Lax Verð á eldislaxi hefur lækkað um 38 prósent á Evrópumarkaði síðan um hvítasunnu.
Verð á eldislaxi hefur lækkað talsvert á Evrópumarkaði frá því í sumar. Síðustu vikurnar hefur verðið lækkað um 26-27 prósent.

Fiskifréttir hafa eftir norsku vefsíðunni Kynt.no að verð á eldislaxi hafi í síðustu viku verið að jafnaði 27,43 norskar krónur á kíló eða um 293,50 íslenskar krónur. Það er 25,5 króna lækkun á milli vikna.

Verð á eldislaxinum fór hæst í 44,50 krónur á kíló að meðaltali um hvítasunnuna síðustu en síðan þá hefur verðið lækkað um 38 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×