Viðskipti innlent

Ker gekk frá samningaborði

Ker, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, tilkynnti í gærmorgun að félagið hefði slitið viðræðum við FL Group um kaup á Icelandair Group.

Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kers, segir að mönnum hafi þótt aðferðafræðin við söluna ásamt verðlagningu Icelandair ekki vera ásættanleg en KB banki ræddi við forsvarsmenn FL fyrir hönd Kers. Við ákváðum því að slíta viðræðunum og snúum okkur að næstu verkefnum með bros á vör.

Talið er líklegt að Ker hafi ekki verið tilbúið að borga þá 43 milljarða króna fyrir heildar­virði Icelandair sem nú er horft til við skráningu félagsins í Kauphöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×