Viðskipti innlent

HugurAx kaupir Mekkanis

frá undirritun Starfsmenn Mekkanis og HugarAx.
frá undirritun Starfsmenn Mekkanis og HugarAx.

HugurAx hefur keypt Mekkanis hugbúnaðarstofu. Eigendur fyrirtækjanna skrifuðu undir samning þess efnis fyrir stuttu og verða félögin sameinuð í framhaldinu.

Fimm manns starfa hjá Mekkanis en 130 hjá HugarAxi.

Gunnar Ingimundarson, forstöðumaður HugarAx, segir kaupverð trúnaðarmál. Fyrirtækin hafi átt samstarf á sviði hugbúnaðar- og viðskiptalausna. Mekkanis hafi sérhæft sig í mikilvægum lausnum í miðju lagi hugbúnaðarkerfa. „Þessir hlutir skipta miklu máli,“ segir Gunnar og bendir á að auk þessa hafi Mekkanis tekið að sér þróunarverkefni fyrir HugAx, sem fólst í að endurskrifa Ópusallt viðskiptalausnir fyrir .NET umhverfi Microsoft, sem sé mikilvægt í tölvuumhverfi nútímans, að sögn Gunnars.

Hann segir ennfremur að Mekkanis hafi aflað sér ákveðinnar lykilþekkingar í .NET umhverfi auk samþættingar og verkferla í fyrirtækjum hvers konar. „Fyrirtækið var til þess fallið að styrkja HugarAx enda sáum við verulegan ávinning í lykilþekkingu Mekkanis. Því var ákveðið að ganga til samninga,“ segir Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×