Viðskipti innlent

Dótturfélag Eimskips kaupir breskt flutningafyrirtæki

MYND/Vilhelm

Innovate Holdings Limited, dótturfélag Eimskips, hefur fest kaup á Corby Chilled Distribution Limited sem er leiðandi í dreifingu á hitastýrðum matvælum í Bretlandi.

Fram kemur í tilkynningu fá Avion Group, móðurfélagi Eimskips, að kaupverðið sé 28 milljónir punda, tæplega 3,7 milljarðar króna að viðbættum skammtímaskuldum sem nema um 65 milljónum króna. Kaupin eru fjármögnuð af Innovate og með lánsfjármagni frá Glitni.

 

Í tilkynningunni segir enn fremur að kaupin styrki þau áform Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á alþjóðavísu og bætir við öflugt þjónustunet sem samanstendur af kæligeymslum, sterkum dreifileiðum og flutningakerfum í Bretlandi. Þjónustunetið býður upp á mikla vaxtamöguleika.

 

Corby gerir út 340 flutningabíla og samtals ráða Corby og Innovate yfir ríflega 500 flutningabílum og um 2000 starfsmenn vinna hjá fyrirtækjunum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×