CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda 13. nóvember 2006 03:56 Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum. Game Tækni Viðskipti Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum.
Game Tækni Viðskipti Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira