Samstarf sem allir hagnast á 27. júní 2007 03:15 Samningur Alþjóðahússins við Landsbankann hljóðar upp á tíu milljónir króna. Það er nóg til að tryggja rekstur Alþjóðahússins út árið 2007. Samningurinn tekur auk þess til samstarfs á hinum ýmsu sviðum. Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!" Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!"
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira