Viðskipti innlent

Hagnaður Straumborgar dróst saman

Straumborgar Jón Helgi í BYKO er stærsti hluthafinn í félaginu.
Straumborgar Jón Helgi í BYKO er stærsti hluthafinn í félaginu. Markaðurinn/Heiða

Straumborg hagnaðist um 2,05 milljarða króna í fyrra samanborið við tæplega fimm milljarða króna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu félagsins til Kauphallarinnar í tilefni af útgáfu víxla.

Lækkun hagnaðar skýrist einkum af minni óinnleystum gengishagnaði af hlutabréfum en einnig hafði aukinn fjármagnskostnaður sitt að segja.

Jón Helgi Guðmundsson í BYKO er stærsti eigandi félagsins með rúm 48 prósent hlutafjár en aðrir eigendur eru börn hans, Guðmundur Halldór, Iðunn og Steinunn, og Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Straumborgar.



Straumborg er umsvifamikið fjárfestingafélag. Í gegnum dótturfélagið Norvest heldur félagið utan um 2,16 prósent í Kaupþingi, sem metinn er á 17,7 milljarða króna, og 2,71 prósent í Bakkavör. Straumborg er einnig hluthafi í Norvik hf., Smáragarði, Norvik Banka í Lettlandi,og Eyri Invest. Félagið á þar til viðbótar hlut í fjárfestingarsjóðnum Veritas Capital sem heldur utan um lyfjaheildsöluna Vistor .



Eignir samstæðunnar námu 31,6 milljörðum króna í árslok og jukust um 79,5 prósent á milli ára. Eigið fé jókst um fjórðung og stóð í 12,2 milljörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×