Lækkanir til marks um alþjóðleg áhrif Jón Skaftason skrifar 1. ágúst 2007 02:45 Lækkanir undanfarinnar viku skýrast einkum af verðrýrnun erlendra fjárfestinga og gengistapi, og þykja til marks um aukna alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs. Fréttablaðið/Stefán Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“ Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira