Viðskipti innlent

Svartsýni eykst

Fleiri neytendur eru nú svartsýnir en bjartsýnir á horfur eftir sex mánuði.
Fleiri neytendur eru nú svartsýnir en bjartsýnir á horfur eftir sex mánuði. Fréttablaðið/rósa

Væntingavísitala Gallups lækkaði um 13,8 prósent síðastliðinn mánuð og virðist því heldur hafa dregið úr væntingum íslenskra neytenda.

Þrátt fyrir að neytendur séu almennt sáttir við núverandi ástand; lítið atvinnuleysi, hækkanir á eignaverði og aukningu kaupmáttar, eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir á horfur eftir sex mánuði.

Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að niðurstaðan sé ánægjuefni fyrir Seðlabankann, en háu vaxtastigi bankans sé ætlað að draga úr einkaneyslu og þar með þenslu. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 13,3 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×