Bíó og sjónvarp

Myndinni frestað

Rokkararnir síungu eru um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu.
Rokkararnir síungu eru um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu.

Útgáfu heimildarmyndar Martin Scorsese um hljómsveitina The Rolling Stones hefur verið frestað þar til í apríl á næsta ári af markaðsástæðum. Myndin, sem heitir Shine a Light, átti upphaflega að koma út í september og hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Stones er um þessar mundir á miðri tónleikaferð um Evrópu og var því ákveðið að fresta útgáfunni til að sveitin gæti eytt meiri tíma í kynningu á myndinni.

Shine a Light var tekin upp þegar Stones hélt tvenna tónleika Í New York á síðasta ári. Á meðal þeirra sem koma fram í henni eru Jack White úr rokkdúettnum The White Stripes og söngkonan Christina Aguilera.

Meðlimir Stones eru með fleiri járn í eldinum því DVD-mynddiskur frá tónleikaferðinni A Bigger Bang kom út fyrr í mánuðinum auk þess sem söngvarinn Mick Jagger gefur út safnplötu frá sólóferli sínum í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×