Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. október 2024 16:25 Liam Payne hefur verið minnst um heim allan eftir andlát hans. EPA-EFE/EMIL NICOLAI HELMS Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. Í umfjöllun Page Six um málið kemur fram að tökum á þáttunum hafi lokið fyrir þó nokkrum mánuðum síðan. Eins og alkunna er lést Payne á dögunum eftir að hafa fallið fram af svölum á hóteli sínu í Argentínu. Í þættinum fengu fimmtíu söngvarar tækifæri til þess að stofna hljómsveitir saman allt án þess að hittast. Meðal annarra dómara í þættinum eru Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls' og Kelly Rowland úr Destiny's Child. Síðustu þættirnir voru teknir upp í Manchester í Bretlandi síðastliðinn ágúst fyrir fullum sal áhorfenda. Bandaríski miðillinn hefur eftir heimildarmanni innan Netflix að forsvarsmenn hennar hyggist vera í nánum samskiptum við fjölskyldu söngvarans um útgáfu þáttanna. Þeir vilji ef hægt er gefa þættina út svo fremur sem minningu Payne verði haldið á lofti og hún heiðruð. Fram kemur í umfjölluninni að það sé hinsvegar ekki talið liggja á því að gefa út þættina. Þeir séu tímalausir sem slíkir og verði því ekki anað að neinu á meðan fjölskylda söngvarans syrgir hann. Andlát Liam Payne Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Í umfjöllun Page Six um málið kemur fram að tökum á þáttunum hafi lokið fyrir þó nokkrum mánuðum síðan. Eins og alkunna er lést Payne á dögunum eftir að hafa fallið fram af svölum á hóteli sínu í Argentínu. Í þættinum fengu fimmtíu söngvarar tækifæri til þess að stofna hljómsveitir saman allt án þess að hittast. Meðal annarra dómara í þættinum eru Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls' og Kelly Rowland úr Destiny's Child. Síðustu þættirnir voru teknir upp í Manchester í Bretlandi síðastliðinn ágúst fyrir fullum sal áhorfenda. Bandaríski miðillinn hefur eftir heimildarmanni innan Netflix að forsvarsmenn hennar hyggist vera í nánum samskiptum við fjölskyldu söngvarans um útgáfu þáttanna. Þeir vilji ef hægt er gefa þættina út svo fremur sem minningu Payne verði haldið á lofti og hún heiðruð. Fram kemur í umfjölluninni að það sé hinsvegar ekki talið liggja á því að gefa út þættina. Þeir séu tímalausir sem slíkir og verði því ekki anað að neinu á meðan fjölskylda söngvarans syrgir hann.
Andlát Liam Payne Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53 Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 18. október 2024 16:53
Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. 18. október 2024 09:59