Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2024 11:19 Hrönn segist aldrei hafa upplifað jafn sterk viðbrögð kvikmyndahúsagesta. Vísir Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar. „Ég hef bara aldrei upplifað jafn sterk viðbrögð við kvikmynd hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í samtali við Vísi. Fréttastofu barst ábending um að liðið hefði yfir tvo bíógesti á sýningu myndarinnar um helgina og kastaði annar þeirra upp. Hrönn útskýrir að í myndinni geri persóna Demi Moore samning við djöfulinn til að viðhalda æskunni. Þar fer hún með hlutverk stórstjörnu sem ákveður þegar frægðarsólin hnígur að leita að dularfullu efni á svörtum markaði sem mun breyta henni í yngri útgáfu af sjálfri sér. Í myndinni má sjá mannslíkamann í ýmsum ljótum, óþægilegum og hrollvekjandi aðstæðum. Allir í viðbragðsstöðu „Myndin verður að þessu leyti alltaf verri og verri eftir því sem líður á og endirinn er hreinlega, bara svolítið mikið. Ég sá hana sjálf á Cannes og þar voru margir sem hreinlega gátu þetta ekki og löbbuðu einfaldlega út,“ útskýrir Hrönn. Í Bíó Paradís sé mikið um að fólk falli í yfirlið og þá hafi það einnig gerst á kvikmyndahátíðinni RIFF þegar bíómyndin var sýnd þar. „Og nú er þetta að gerast hjá okkur, það hafa verið uppákomur og nokkur yfirlið á sýningunum okkar. Við höfum ekki upplifað það áður. En sem betur fer er staffið okkar svo frábært, við erum komin með sérstaka verkferla á sýningum þar sem staffið okkar er bara í viðbragðsstöðu og veitir aðstoð, er með sjúkrakitt og ælupoka tilbúna fyrir þá sem líður illa á myndinni.“ Hrönn segir ljóst að The Substance sé mynd sem fólk hreinlega verði að sjá í bíó. „Boðskapurinn er svipaður og í sögunni af Dorian Grey, passaðu þig á því hvers þú óskar eftir. Það endar ekki vel fyrir þá sem sækjast eftir eilífri æsku,“ segir Hrönn létt í bragði. Hún bætir því við í gríni að hún hafi íhugað að blása til sérstakrar frumsýningar fyrir áhrifavalda á myndinni, gefa jafnvel einum heppnum varafyllingar en hætt við þegar hún hafi séð hvað það kostar. „Ég held að þetta sé mjög góð forvarnarmynd. Myndin talar inn í okkar samtíma á mjög óhugnalegan hátt.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Ég hef bara aldrei upplifað jafn sterk viðbrögð við kvikmynd hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í samtali við Vísi. Fréttastofu barst ábending um að liðið hefði yfir tvo bíógesti á sýningu myndarinnar um helgina og kastaði annar þeirra upp. Hrönn útskýrir að í myndinni geri persóna Demi Moore samning við djöfulinn til að viðhalda æskunni. Þar fer hún með hlutverk stórstjörnu sem ákveður þegar frægðarsólin hnígur að leita að dularfullu efni á svörtum markaði sem mun breyta henni í yngri útgáfu af sjálfri sér. Í myndinni má sjá mannslíkamann í ýmsum ljótum, óþægilegum og hrollvekjandi aðstæðum. Allir í viðbragðsstöðu „Myndin verður að þessu leyti alltaf verri og verri eftir því sem líður á og endirinn er hreinlega, bara svolítið mikið. Ég sá hana sjálf á Cannes og þar voru margir sem hreinlega gátu þetta ekki og löbbuðu einfaldlega út,“ útskýrir Hrönn. Í Bíó Paradís sé mikið um að fólk falli í yfirlið og þá hafi það einnig gerst á kvikmyndahátíðinni RIFF þegar bíómyndin var sýnd þar. „Og nú er þetta að gerast hjá okkur, það hafa verið uppákomur og nokkur yfirlið á sýningunum okkar. Við höfum ekki upplifað það áður. En sem betur fer er staffið okkar svo frábært, við erum komin með sérstaka verkferla á sýningum þar sem staffið okkar er bara í viðbragðsstöðu og veitir aðstoð, er með sjúkrakitt og ælupoka tilbúna fyrir þá sem líður illa á myndinni.“ Hrönn segir ljóst að The Substance sé mynd sem fólk hreinlega verði að sjá í bíó. „Boðskapurinn er svipaður og í sögunni af Dorian Grey, passaðu þig á því hvers þú óskar eftir. Það endar ekki vel fyrir þá sem sækjast eftir eilífri æsku,“ segir Hrönn létt í bragði. Hún bætir því við í gríni að hún hafi íhugað að blása til sérstakrar frumsýningar fyrir áhrifavalda á myndinni, gefa jafnvel einum heppnum varafyllingar en hætt við þegar hún hafi séð hvað það kostar. „Ég held að þetta sé mjög góð forvarnarmynd. Myndin talar inn í okkar samtíma á mjög óhugnalegan hátt.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira