Viðskipti innlent

Tölvunotkun mest á Íslandi

Táningsstúlka hlustar á tónlist í heyrnartólum og naglalakkar sig við tölvuna í rúminu.
Táningsstúlka hlustar á tónlist í heyrnartólum og naglalakkar sig við tölvuna í rúminu. MYND/Getty Images

Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti.

Þetta kemur fram í hefti hagstofunnar um íslenskt upplýsingasamfélag. Tölvur voru á 84 prósent íslenskra heimila og internetaðgangur á 83 prósent þeirra árið 2006.

Svo til öll fyrirtæki hérlendis áttu í internetsamskiptum við opinbera aðila árið 2006, en að meðaltali 64 prósent fyrirtækja í ESB-löndunum. Þó höfðu nær öll evrópsk fyrirtæki tölvur og internet í daglegum rekstri sínum.

Hlutfall einstaklinga á aldrinum 16-74 ára sem notuðu internetið til samskipta við opinbera aðila var hæst á Íslandi, rúmlega 60 prósent, en einungis 24 prósent í Evrópulöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×