Fótbolti

Saviola verður að vera þolinmóður

NordicPhotos/GettyImages

Argentínski framherjinn Javier Saviola verður að vera þolinmóður og bíða lengur eftir því að forráðamenn Barcelona bjóði honum nýjan samning. Þetta segir Txiki Begiristain yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Samningur Saviola rennur út í sumar en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik fyrir Barca í vetur.

Leikmaðurinn segist vilja vera áfram hjá félaginu en ætlar ekki að bíða endalaust. "Af virðingu við félagið vil ég ekki tala um að fara héðan. Ég er ekki farinn enn, en ég veit ekki hversu lengi ég get beðið," sagði Saviola, sem spilaði sem lánsmaður hjá Mónakó og Sevilla síðustu tvö ár. Hann skaut svo skyndilega upp kollinum hjá Barcelona í vetur eftir að Samuel Eto´o meiddist og fór á kostum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×