Enski boltinn

Chelsea getur gleymt Kaka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kaka verður áfram hjá AC Milan.
Kaka verður áfram hjá AC Milan.

AC Milan hefur tilkynnt Chelsea að enska félagið geti gleymt því að fá brasilísku ofurstjörnuna Kaka. Luis Felipe Scolari, nýr stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi Kaka og sambandið milli þeirra tveggja mjög gott.

Scolari mun fá 100 milljónir punda í sumar til að gera Chelsea að Evrópumeistaraliði. Eftir ráðningu hans fóru nöfn Kaka og Ronaldinho að heyrast í tengslum við félagið.

„Það er eðlilegt að brasilískur þjálfari reyni að fá brasilíska leikmenn. En það er ómögulegt fyrir hann að fá Kaka," sagði Leonardo, stjórnarmaður hjá AC Milan.

Þá segir sagan segir að Ronaldinho vilji ólmur spila undir stjórn Scolari og að leikmaðurinn hafi gefið þjálfaranum þau skilaboð að hann muni koma ferli sínum aftur á beinu brautina hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×