Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 10:32 Zubimendi í baráttunni við Vinicius Junior í 2-0 tapi Sociedad fyrir Real Madrid síðustu helgi. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira