Fótbolti

Beckham skotmark fyrir hryðjuverkamenn

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Star segir að öryggisgæsla verði hert til muna þegar David Beckham fer til Dubai með liði AC Milan í næstu viku af ótta við að hópurinn verði skotmark hryðjuverkamanna.

Samkvæmt heimildum blaðsins þykir víst að enska knattspyrnugoðið yrði upplagt skotmark hryðjuverkamanna og því verði kallað til sérstakt öryggislið.

Maður úr öryggisliði Beckham sagði Daily Star að farið væri með Beckham eins og forseta, en verðir hans hafi nokkrar áhyggjur því þegar hann þarf að hitta aðdáendur sína og gefa áritanir.

"Stuðningsmennirnir vilja hitta Bekcham og það er mikil áhætta fyrir okkur. Hættan á árás er alltaf fyrir hendi," var haft eftir öryggisverðinum.

Milan mun æfa í Dubai og spilar svo vináttuleik við þýska liðið Hamburg þann 6. janúar. Ekki er talið víst að Beckham muni spila þann leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×