Fótbolti

Giggs leikur sinn 100. Evrópuleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs gantast hér með Paul Scholes á æfingu í gær.
Ryan Giggs gantast hér með Paul Scholes á æfingu í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs mun í kvöld leika sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu er Manchester United mætir Lyon í Frakklandi í kvöld.

Hann verður sá áttundi í röðinni sem nær þessum áfanga en hann lék fyrst í keppninni árið 1994.

Alex Ferguson, stjóri United, segir að þetta sé að þakka hversu vel Giggs hugsar um sjálfan sig.

„Hann hefur verið frábær fyrirmynd allan þennan tíma. Þetta verður merkur áfangi hjá Ryan og við erum öll mjög stolt af honum."

Giggs lék sinn fyrsta leik fyrir United fyrir tæpum sautján árum og hefur síðan þá komið við sögu í 745 leikjum og skorað í´þeim 143 mörk. Hann hefur unnið fimmtán stóra titla með félaginu en enginn annar leikmaður hjá Manchester United hefur unnið fleiri titla en Giggs.

Hann er nú orðinn 34 ára gamall en Ferguson býst þó við miklu af honum.

„Hann kemur kannski ekki við sögu í öllum leikjum en það er eðlilegt. Við viljum að hann spili í þeim leikjum sem skipta virkilega miklu máli. Hvað mig varðar er stærsta áskorunin í knattspyrnunni í dag fólgin í Meistaradeildinni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×