Fótbolti

Scholes yrði í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum

NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segist ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni þegar kemur að því að velja lið sitt, en hann viðurkennir að það væri freistandi að leyfa Paul Scholes að vera í byrjunarliðinu ef Manchester United næði í úrslit Meistaradeildarinnar í vor.

Það er ekki síst vegna þess að Scholes þurfti að bíta í það súra epli að missa af úrslitaleiknum árið 1999 þegar United vann sigur í keppninni. Hann var þá í leikbanni.

 

"Vonandi komumst við í úrslitaleikinn aftur svo Scholes fái tækifæri. Ég er ekki mjög tilfinninganæmur maður - alls ekki - ég trúi á að stýra liðinu með ákveðnum hætti. En ef við kæmumst í úrslitaleikinn yrði erfitt fyrir mig að velja Scholes ekki af því hann á bæði skilið að vera þar og svo af því hann missti af úrslitaleiknum ´99. Ég er viss um að honum fannst sárt að missa af leiknum, en hann er ekki maður sem talar mikið um það. Hann er maður sem hefur alltaf látið verkin tala á vellinum," sagði Ferguson í samtali við Sunday Mirror.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×