Fótbolti

Búið spil hjá Luis Figo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Figo í baráttu við Emil Hallfreðsson, leikmann Reggina.
Luis Figo í baráttu við Emil Hallfreðsson, leikmann Reggina. Nordic Photos / AFP

Luis Figo kemur ekki frekar við sögu á tímabilinu og eru líkur á því að ferill hans hjá Inter sé lokið.

Figo meiddist á kálfa í leik Inter gegn Lazio í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar á miðvikudagskvöldið. Hann verður frá í að minnsta kosti mánuð og leikur samkvæmt því ekki frekar með Inter á tímabilinu.

Samningur Figo við Inter rennur út í lok leiktíðarinnar og er ólíklegt að hann framlengi samning sinn við félagið. Massimo Moratte, forseti Inter, vill gjarnan halda Figo en leikmanninum semur illa við Roberto Mancini, knattspyrnustjóra liðsins.

Figo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður í leik Inter og Liverpool í Meistaradeildinni og fleiri atvik hafa komið upp á á milli hans og Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×