Formúla 1

Button á leið til McLaren

Jenson Button varð meistari með Brawn en er að semja við McLaren.
Jenson Button varð meistari með Brawn en er að semja við McLaren. mynd: kappakstur.is

Jenson Button er á leið til McLaren liðsins við hliðina á Lewis Hamilton á næsta ári. Hann hefur ekki náð samkomulagi við Brawn, sem nú heitir Mercedes um laun. Button er í samningaviðræðum við McLaren og fregnir herma að þriggja ára samningur sé uppi á borðinu.

"Við erum með minna fé milli handanna en önnur lið og það var það sem Mercedes sá við okkar lið. Við höfum rætt við Button um laun og fáum ekki séð að við náum saman", sagði Nick Fry, sem er í forsvari hjá keppnisliði Mercedes og gerði Button að meistara með Brawn.

Hamilton hafði áður sagt að Button yrði góður liðsfélagi með sér af af yrði. Nico Rosberg verður ökumaður Mercedes á næsta ári og flest bendir til að Nick Heidfeld aki á móti honum hjá liðinu.

Sjá meira um ökumenn 2010






Fleiri fréttir

Sjá meira


×