Vill vinna titilinn á eigin forsendum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:32 Hefur trú á eigin getu. Vísir/Getty Images Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1, segist vilja vinna heimsmeistaratitilinn með því að keyra hraðar og betur en Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Red Bull. Fyrr í dag var greint frá því að McLaren hefði beðið Oscar Piastri, samherja Norris, að gera kollega sínum greiða í komandi kappakstri í þeirri von um að Norris skáki Verstappen og stöðvi þar með einokun hans í Formúlu 1. Norris segist þakklátur fyrir þá ákvörðun McLaren að leggja allt í sölurnar til að hann verði heimsmeistari en hann segist ekki vilja „fá heimsmeistaratitilinn gefins.“ „Það væri frábært að verða meistari og maður er á bleiku skýi en til lengri tíma litið held é gað yrði ekki stoltur: Það er ekki þannig sem þú vilt vinna heimsmeistaratitilinn.“ Norris er 62 stigum á eftir Verstappen þegar það eru átta keppnir eftir af Formúlu 1 tímabilinu og 232 stig í pottinum. McLaren er þá aðeins átta stigum á eftir Red Bull í keppni bílasmíða. „Ég vil vinna titilinn með því að berjast við Max og hafa betur. Með því að sigra keppinautinn get ég sýnt fram á að ég er sá besti á kappakstursbrautinni. Þannig vil ég sigra,“ bætti Norris við. Kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 fer fram í Aserbaídsjan á sunnudaginn kemur og er í beinni á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 10.30. Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að McLaren hefði beðið Oscar Piastri, samherja Norris, að gera kollega sínum greiða í komandi kappakstri í þeirri von um að Norris skáki Verstappen og stöðvi þar með einokun hans í Formúlu 1. Norris segist þakklátur fyrir þá ákvörðun McLaren að leggja allt í sölurnar til að hann verði heimsmeistari en hann segist ekki vilja „fá heimsmeistaratitilinn gefins.“ „Það væri frábært að verða meistari og maður er á bleiku skýi en til lengri tíma litið held é gað yrði ekki stoltur: Það er ekki þannig sem þú vilt vinna heimsmeistaratitilinn.“ Norris er 62 stigum á eftir Verstappen þegar það eru átta keppnir eftir af Formúlu 1 tímabilinu og 232 stig í pottinum. McLaren er þá aðeins átta stigum á eftir Red Bull í keppni bílasmíða. „Ég vil vinna titilinn með því að berjast við Max og hafa betur. Með því að sigra keppinautinn get ég sýnt fram á að ég er sá besti á kappakstursbrautinni. Þannig vil ég sigra,“ bætti Norris við. Kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 fer fram í Aserbaídsjan á sunnudaginn kemur og er í beinni á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 10.30.
Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira