Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 11:31 Adrian Newey hefur gegnt lykilhlutverki í yfirburðum Red Bull Racing í Formúlu 1 upp á síðkastið. Hann gengur til liðs við Aston Martin frá og með 1.mars á næsta ári. Vísir/Getty Risafréttir bárust úr heimi Formúlu 1 núna í morgun því Bretinn Adrian Newey hefur verið ráðinn til Aston Martin. Newey er af mörgum talinn besti bílahönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að sigla heim tólf heimsmeistaratitlum í flokki bílasmiða og þrettán í flokki ökumanna með hönnun sinni á Formúlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Racing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006. Fyrir tímabilið 2026 munu stórar breytingar á regluverki og bílum Formúlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið. „Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnisbíla og hefur átt það til að verða valdur að velgengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilligáfu,“ segir Martin Brundle, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Framundan eru stóru reglubreytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu Formúlu 1 hvað varðar undirvagn, loftflæði sem og vélar Formúlu 1 bílanna. Þegar að svoleiðis breytingar eru í farvatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“ Það er kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll sem á Formúlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjaldþrot á sínum tíma. „Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa. Akstursíþróttir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Newey er af mörgum talinn besti bílahönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að sigla heim tólf heimsmeistaratitlum í flokki bílasmiða og þrettán í flokki ökumanna með hönnun sinni á Formúlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Racing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006. Fyrir tímabilið 2026 munu stórar breytingar á regluverki og bílum Formúlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið. „Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnisbíla og hefur átt það til að verða valdur að velgengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilligáfu,“ segir Martin Brundle, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Framundan eru stóru reglubreytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu Formúlu 1 hvað varðar undirvagn, loftflæði sem og vélar Formúlu 1 bílanna. Þegar að svoleiðis breytingar eru í farvatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“ Það er kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll sem á Formúlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjaldþrot á sínum tíma. „Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa.
Akstursíþróttir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira