Formúla 1

Button vel fagnað í Bretlandi

Bretar fögnuðu Jenson Button vel í vikunni.
Bretar fögnuðu Jenson Button vel í vikunni. mynd: Getty Images

Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi.

Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley.

"Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína.

Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið.

Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann:

 Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton.

Sjá viðtal við Hamilton






Fleiri fréttir

Sjá meira


×