Formúla 1

Button og Raikkönen bítast um McLaren

Jenson Button og Kimi Raikkönen börðust á brautinni í ár, en keppast nú um sæti hjá McLaren. Rubens Barrichello er kominn í sæti hjá Williams.
Jenson Button og Kimi Raikkönen börðust á brautinni í ár, en keppast nú um sæti hjá McLaren. Rubens Barrichello er kominn í sæti hjá Williams. mynd: Getty Images

Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið.

Heimsókn Buttons er vísir að því að hann hafi áhuga á sæti hjá liðinu, þar sem samningaviðræður hans við Brawn hafa ekki gengið snuðrulaust. Button vill 6 miljónir punda í laun, en Ross Brawn er aðeins tilbúinn að bjóða honu 3 miljónir samkvæmt fréttum í dagblaðinu The Guardian. Brawn er búið að bjóða Button frjálsari ákvæði varðandi auglýsingar á bíl og búning, svo hann geti aukið tekjur sínar.

Raikkönen var áður ökumaður McLaren og Steve og David Robertson eru umboðsmenn hans og ræddu við Whitmarsh á miðvikudaginn. Raikkönen var leystur undan samningi við Ferrari, ári áður en samningi hans lauk svo Fernando Alonso kæmist að hjá liðinu.

Hann vill aðeins keppa með toppliði og spurning hvort McLaren sætið freistar eður ei, eða hvort hann tekur sér ársleyfi eða fer að keppa í rallakstri.

Sjá meira un samningamál ökumanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×