Körfubolti

Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson er stigahæsti leikmaður mótsins ásamt Keflvíkingnum Herði Axeli Vilhjálmssyni en báðir hafa skorað 25,0 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum sínum.
Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson er stigahæsti leikmaður mótsins ásamt Keflvíkingnum Herði Axeli Vilhjálmssyni en báðir hafa skorað 25,0 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Mynd/Stefán

Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Snæfell vann báða leiki sína í riðlakeppninni en Njarðvíkingar þurftu að treysta á hjálp nágranna sinna í Keflavík til að komast í úrslitaleikinn.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20.45 og verður hann þriðji leikur dagsins. Grindavík og Keflavík spila um þriðja sætið klukkan 19.00 en fyrsti leikur dagsins er klukkan 17.15 þegar Breiðablik og Stjarnan berjast um 5.sætið.

Mótið fór fram að það var keppt í tveimur þriggja liða riðlum þar sem sigurvegarar riðlanna tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum en liðin í 2. sætið spiluðu um 3. sætið. Snæfell, Grindavík og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en í hinum voru Njarðvík, Keflavík og Stjarnan.

Snæfell vann báða sína í leiki í riðlakeppninni. Hólmarar unnu fyrst Grindavík 86-79 og svo öruggan 95-59 sigur á Breiðabliki. Grindavík vann síðan Breiðablik 84-53.

Njarðvík byrjaði mótið vel með 87-76 sigri á Keflavík en tapaði síðan 93-98 fyrir Stjörnunni í næsta leik. Stjarnan hefði komist í úrslitaleikinn með sigri á Keflavík en Keflavík þurfti að vinna með 9 stigum til að komast í leikinn um þriðja sætið og með 17 stigum til að komast í úrslitaleikinn.

Það munaði aðeins einu stigi að Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaleiknum eftir sextán stiga sigur á Stjörnunni, 84-68. Tapið þýddi að Stjörnumenn spila um 5. sætið á mótinu. Njarðvíkingar gátu líka þakkað nágrönnum sínum fyrir sætið í úrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×