Serbarnir fá aldrei aftur að dæma Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 14:03 Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski dæmdu fjölda alþjóðlegra leikja en eru grunaðir um hagræðingu úrslita. Þeir dæma ekki fleiri handboltaleiki. Twitter Serbnesku dómararnir Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski, sem grunaðir hafa verið um hagræðingu úrslita, fá ekki að dæma fleiri handboltaleiki. Þetta er ákvörðun framkvæmdanefndar evrópska handboltasambandsins, EHF, en það er TV 2 í Danmörku sem greinir frá þessu. Þar segir að þolinmæði EHF gagnvart dómurunum hafi verið á þrotum en þeir eru efstir á lista yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita, í skýrslu EHF sem TV 2 hefur áður greint frá og fjallað um í heimildamynd. Fyrir fáeinum vikum síðan sektaði dómstóll EHF dómarana tvo um 2.000 evrur á mann, eða um 300.000 krónur, fyrir skort á stuðningi við rannsókn, en þeir neituðu að mæta til yfirheyrslu í höfuðstöðvar EHF í Vín í Austurríki. Hins vegar hlutu þeir á sama tíma ekki dóm varðandi mögulega hagræðingu úrslita. Engu að síður hefur EHF nú tilkynnt að þeir Pandzic og Mosorinski muni ekki dæma fleiri leiki í alþjóðlegum handbolta. Af átta dómarapörum höfðu þeir tveir verið mest áberandi í greiningu Sportradar frá árinu 2018, á grunsamlegum leikjum. Af 26 leikjum á tímabilinu september 2016 til nóvember 2017, sem vöktu grunsemdir, þá dæmdu Serbarnir átta þeirra. Þeir fengu þó áfram að dæma leiki og nýjasta dæmið um aðvörun vegna leiks sem þeir dæmdu, þar sem veðmál á leikinn vöktu grunsemdir hjá Sportradar, er frá síðasta ári. Handbolti Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30 Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Þetta er ákvörðun framkvæmdanefndar evrópska handboltasambandsins, EHF, en það er TV 2 í Danmörku sem greinir frá þessu. Þar segir að þolinmæði EHF gagnvart dómurunum hafi verið á þrotum en þeir eru efstir á lista yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita, í skýrslu EHF sem TV 2 hefur áður greint frá og fjallað um í heimildamynd. Fyrir fáeinum vikum síðan sektaði dómstóll EHF dómarana tvo um 2.000 evrur á mann, eða um 300.000 krónur, fyrir skort á stuðningi við rannsókn, en þeir neituðu að mæta til yfirheyrslu í höfuðstöðvar EHF í Vín í Austurríki. Hins vegar hlutu þeir á sama tíma ekki dóm varðandi mögulega hagræðingu úrslita. Engu að síður hefur EHF nú tilkynnt að þeir Pandzic og Mosorinski muni ekki dæma fleiri leiki í alþjóðlegum handbolta. Af átta dómarapörum höfðu þeir tveir verið mest áberandi í greiningu Sportradar frá árinu 2018, á grunsamlegum leikjum. Af 26 leikjum á tímabilinu september 2016 til nóvember 2017, sem vöktu grunsemdir, þá dæmdu Serbarnir átta þeirra. Þeir fengu þó áfram að dæma leiki og nýjasta dæmið um aðvörun vegna leiks sem þeir dæmdu, þar sem veðmál á leikinn vöktu grunsemdir hjá Sportradar, er frá síðasta ári.
Handbolti Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30 Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01
Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35