Körfubolti

KR enn taplaust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson í leik með KR.
Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Mynd/Vilhelm
Grindavík tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið mætti KR á útivelli í kvöld. KR er enn taplaust í deildinni eftir fjögurra stiga sigur, 84-82.

Njarðvík, Stjarnan og KR eru því öll enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

KR byrjaði betur í leiknum og var með átta stiga forystu í hálfleik, 56-48. Grindvíkingar reyndu að klóra í bakkann í seinni hálfleik urðu að lokum að játa sig sigraða.

Semaj Inge var stigahæstur KR-inga með 21 stig og Fannar Ólafsson kom næstur með sautján stig og sextán fráköst. Hjá Grindavík var Þorleifur Ólafsson stigahæstur með 20 stig. Brenton Birmingham skoraði nítján stig.

Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.

Tindastóll er enn án sigurs í deildinni eftir að liðið tapaði fyrir Hamar í Hveragerði í kvöld, 80-68.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en staðan þegar síðari hálfleikur hófst var 34-32, heimamönnum í vil. Hamarsmenn komu sér svo í örugga forystu í þriðja leikhluta og það dugði til að innbyrða sigur.

Marvin Valdimarsson skoraði 25 stig fyrir Hamar og Andre Dabney sextán. Hjá Tindastóli var Svavar Birgisson stigahæstur með sautján stig. Friðrik Hreinsson skoraði fimmtán stig.

Þá vann Keflavík sigur á Snæfelli á heimavelli, 90-76.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×