Körfubolti

Jón Arnar hættur sem þjálfari ÍR-liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnar Ingvarsson.
Jón Arnar Ingvarsson. Mynd/Daníel
Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfuknattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins í Iceland Express deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

"Eiginkona Jóns á við erfið veikindi að stríða og þarf því fjölskylda Jóns á öllum hans kröftum að halda. Hann vill koma á framfæri þakklæti til leikmanna, stjórnar, starfsfólks og stuðningsmanna fyrir mjög ánægjulegt samstarf. Óskar jafnframt liðinu alls hins besta.

Jón byrjaði að þjálfa ÍR-liðið haustið 2006. Hann hefur náð mjög góðum árangri með liðið og einum eftirminnilegum bikarmeistaratitli árið 2007. Liðið undir hans stjórn náði góðum stöðuleika og hefur ávallt leikið í úrslitakeppni Íslandsmótsins með ágætum árangri.

Körfuknattleiksdeild ÍR þakkar Jóni vel unnin störf og óskar honum og fjölskyldu hans alls hins besta í þeirra baráttu sem framundan er," segir í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×