Munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum 1. maí 2009 20:23 Ingi Þór varð Íslandsmeistari með KR í vor en reynir nú fyrir sér í sveitinni Mynd/Vilhelm "Ég er alveg viss um að við getum gert góða hluti með þetta lið," sagði Ingi Þór Steinþórsson sem í dag skrifaði undir samning um að taka að sér þjálfun karla- og kvennaliðs Snæfells næsta vetur. Ingi Þór hefur verið hjá KR í nær tvo áratugi en ákvað nú að breyta til eftir að hafa gert KR að Íslandsmeisturum bæði sem aðalþjálfari og nú síðast aðstoðarþjálfari. Vísir náði tali af Inga nú undir kvöld þegar hann var á leið í borgina eftir að hafa skrifað undir samninginn í Stykkishólmi. Hann er bjartsýnn á að geta haldið Snæfellsliðinu áfram á meðal þeirra bestu, en liðið hefur verið eitt besta lið landsins undanfarin ár. "Ef við vinnum vinnuna okkar og allir skila sínu, held ég að við getum gert góða hluti. Við höfum ekkert sett okkur beinlínis markmið um að vinna titla strax eða eitthvað þannig," sagði Ingi. "Við munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum, en það eru líka að koma upp efnilegir strákar hérna sem munu fá sín tækifæri í vetur." Kreppudraugurinn setti svip sinn á Iceland Express deildina á liðnum vetri og við spurðum Inga hvort hann væri búinn að ræða efnahagshliðina á málunum í Hólminum. "Ég mun bara leggja fram mínar óskir í leikmannamálum og það verður þá bara rætt. Það verður framkvæmt ef það er hægt en ef svo er ekki, munum við bara vinna með þann hóp sem við höfum. Ég hef það mikla trú á þeim sem þegar eru í þessu liði að ég hugsa að við getum gert góða hluti," sagði Ingi. Landsliðsmennirnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson sinntu tvöföldu hlutverki hjá Snæfelli í vetur þegar þeir sáu um að þjálfa liðið meðfram því að spila. Þeir eru fegnir að geta farið að einbeita sér að því að spila á ný. "Þeir tóku mér mjög vel og eru spenntir fyrir þessu. Þeir eru fyrst og fremst fegnir að vera lausir við það að gegna báðum störfum. Þetta er hvort um sig mjög krefjandi. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Hólminn og mér fannst á þeim að þeir væru ánægðir að fá mig," sagði Ingi, sem flytur í Hólminn í ágúst þegar hann hefur lokið verkefni sínu með 18 ára landsliðinu. Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
"Ég er alveg viss um að við getum gert góða hluti með þetta lið," sagði Ingi Þór Steinþórsson sem í dag skrifaði undir samning um að taka að sér þjálfun karla- og kvennaliðs Snæfells næsta vetur. Ingi Þór hefur verið hjá KR í nær tvo áratugi en ákvað nú að breyta til eftir að hafa gert KR að Íslandsmeisturum bæði sem aðalþjálfari og nú síðast aðstoðarþjálfari. Vísir náði tali af Inga nú undir kvöld þegar hann var á leið í borgina eftir að hafa skrifað undir samninginn í Stykkishólmi. Hann er bjartsýnn á að geta haldið Snæfellsliðinu áfram á meðal þeirra bestu, en liðið hefur verið eitt besta lið landsins undanfarin ár. "Ef við vinnum vinnuna okkar og allir skila sínu, held ég að við getum gert góða hluti. Við höfum ekkert sett okkur beinlínis markmið um að vinna titla strax eða eitthvað þannig," sagði Ingi. "Við munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum, en það eru líka að koma upp efnilegir strákar hérna sem munu fá sín tækifæri í vetur." Kreppudraugurinn setti svip sinn á Iceland Express deildina á liðnum vetri og við spurðum Inga hvort hann væri búinn að ræða efnahagshliðina á málunum í Hólminum. "Ég mun bara leggja fram mínar óskir í leikmannamálum og það verður þá bara rætt. Það verður framkvæmt ef það er hægt en ef svo er ekki, munum við bara vinna með þann hóp sem við höfum. Ég hef það mikla trú á þeim sem þegar eru í þessu liði að ég hugsa að við getum gert góða hluti," sagði Ingi. Landsliðsmennirnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson sinntu tvöföldu hlutverki hjá Snæfelli í vetur þegar þeir sáu um að þjálfa liðið meðfram því að spila. Þeir eru fegnir að geta farið að einbeita sér að því að spila á ný. "Þeir tóku mér mjög vel og eru spenntir fyrir þessu. Þeir eru fyrst og fremst fegnir að vera lausir við það að gegna báðum störfum. Þetta er hvort um sig mjög krefjandi. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Hólminn og mér fannst á þeim að þeir væru ánægðir að fá mig," sagði Ingi, sem flytur í Hólminn í ágúst þegar hann hefur lokið verkefni sínu með 18 ára landsliðinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira