Körfubolti

Páll: Öflugt að vinna í Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR.
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR. Mynd/Vilhelm
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli.

KR vann Keflavík í kvöld, 100-85, en liðið skoraði bæði fyrstu fimmtán stigin í leiknum sem og fimmtán af síðustu sextán stigum leiksins.

„Við byrjuðum mjög vel en misstum þetta svo í jafnan leik. Við vorum svo heppnir í lokin - við hittum mjög vel en þeir ekki," sagði Páll.

„En ég viðurkenni auðvitað að það fór um mig í fjórða leikhluta [þegar Keflavík komst yfir] enda erfitt að ætla að vinna sigur í Keflavík. Það eru mjög margir góðir leikmenn í liðinu og landsliðsmenn í nokkrum lykilstöðum. En menn voru staðráðnir í að klára leikinn vel og það gekk eftir."

„Varnarleikurinn var ekki í lagi á köflum og kom leikkafli þar sem við misstum þá á mikið flug. Við töpuðum einnig mikið af boltum og má segja að við séum í raun heppnir að fara héðan með tvö stig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×