Týnt barn og breskur krimmi 8. janúar 2009 06:00 Sólskinsdrengur Friðriks Heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn hefur þegar vakið mikla athygli, en hún fjallar á mannlegan hátt um einhverfu. Janúar og febrúar-dúettinn er í hugum margra leiðinlegasta tvíeyki ársins. Þetta gildir þó ekki um kvikmyndaáhugafólk enda rekur á fjörurnar margar af bestu kvikmyndum hvers árs á þessu tímabili. Reyndar hefst kvikmyndaárið 2009 með íslenskri kvikmynd, heimildarmyndinni Sólskinsdreng eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem fjallar um einhverfu. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli en hún segir sögu Margrétar Dagmarar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum, Kela, til hjálpar. Hann er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Í tilefni af frumsýningunni munu Taylor Crowe og faðir hans, Dr. David Crowe, sækja landið heim en Taylor er með hæsta stig einhverfu líkt og Keli. Nánar verður rætt við Margréti í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn. Þeir sem kjósa frekar þægilega afþreyingu hafa einnig úr nægu að velja. Will Smith skiptir um gír í kvikmyndinni Seven Pounds eftir sama leikstjóra og gerði Pursuit of Happyness. Í stað þess að berjast fyrir tilvist heimsins þá hyggst Smith breyta lífi sjö manneskja eftir að hafa orðið sama fjölda að bana í umferðarslysi. Guy Ritchie snýr síðan aftur í undirheima eftir að hafa reynt, með fremur misheppnuðum hætti, að koma kvikmyndaferli fyrrverandi eiginkonu sinnar á flug. Ricthie er á svipuðum slóðum og í Snatch og Lock Stock en kvikmyndin RocknRolla segir frá baráttu breskra glæpamanna um yfirráð yfir rússneskri fasteignasvikamyllu. Óskarinn Kvikmyndinni Changeling er spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Meðal þeirra sem leika í RocknRolla má nefna skoska sjarmatröllið Gerard Butler sem lék aðalhlutverkin í Bjólfskviðu og 300. Mynd helgarinnar kemur þó án nokkurs vafa frá meistara Clint Eastwoood. Hún heitir Changeling og skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Myndinni hefur þegar verið spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún hlaut meðal annars tvær tilnefningar til Golden Globe-verðlauna. Christine er einstæð móðir í miðri heimskreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Hún uppgötvar sér til mikillar skelfingar að syni hennar hefur verið rænt og reynir að fá aðstoð lögreglunnar en talar þar fyrir daufum eyrum. Í kjölfarið fara fjölmiðlar á stjá og upp úr kafinu kemur að sonur Christine er ekki eina barnið sem hefur horfið sporlaust. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Janúar og febrúar-dúettinn er í hugum margra leiðinlegasta tvíeyki ársins. Þetta gildir þó ekki um kvikmyndaáhugafólk enda rekur á fjörurnar margar af bestu kvikmyndum hvers árs á þessu tímabili. Reyndar hefst kvikmyndaárið 2009 með íslenskri kvikmynd, heimildarmyndinni Sólskinsdreng eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem fjallar um einhverfu. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli en hún segir sögu Margrétar Dagmarar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum, Kela, til hjálpar. Hann er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Í tilefni af frumsýningunni munu Taylor Crowe og faðir hans, Dr. David Crowe, sækja landið heim en Taylor er með hæsta stig einhverfu líkt og Keli. Nánar verður rætt við Margréti í helgarblaði Fréttablaðsins á laugardaginn. Þeir sem kjósa frekar þægilega afþreyingu hafa einnig úr nægu að velja. Will Smith skiptir um gír í kvikmyndinni Seven Pounds eftir sama leikstjóra og gerði Pursuit of Happyness. Í stað þess að berjast fyrir tilvist heimsins þá hyggst Smith breyta lífi sjö manneskja eftir að hafa orðið sama fjölda að bana í umferðarslysi. Guy Ritchie snýr síðan aftur í undirheima eftir að hafa reynt, með fremur misheppnuðum hætti, að koma kvikmyndaferli fyrrverandi eiginkonu sinnar á flug. Ricthie er á svipuðum slóðum og í Snatch og Lock Stock en kvikmyndin RocknRolla segir frá baráttu breskra glæpamanna um yfirráð yfir rússneskri fasteignasvikamyllu. Óskarinn Kvikmyndinni Changeling er spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Meðal þeirra sem leika í RocknRolla má nefna skoska sjarmatröllið Gerard Butler sem lék aðalhlutverkin í Bjólfskviðu og 300. Mynd helgarinnar kemur þó án nokkurs vafa frá meistara Clint Eastwoood. Hún heitir Changeling og skartar sjálfri Angelinu Jolie í aðalhlutverki. Myndinni hefur þegar verið spáð mikilli velgengni á Óskarnum en hún hlaut meðal annars tvær tilnefningar til Golden Globe-verðlauna. Christine er einstæð móðir í miðri heimskreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Hún uppgötvar sér til mikillar skelfingar að syni hennar hefur verið rænt og reynir að fá aðstoð lögreglunnar en talar þar fyrir daufum eyrum. Í kjölfarið fara fjölmiðlar á stjá og upp úr kafinu kemur að sonur Christine er ekki eina barnið sem hefur horfið sporlaust.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira