Körfubolti

Vinna Njarðvíkingar sinn fyrsta deildarsigur í Hólminum frá 2003?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfellingar fagna hér sigri í Ljónagryfjunni.
Snæfellingar fagna hér sigri í Ljónagryfjunni. Mynd/Jón Björn
Topplið Njarðvíkur í Iceland Express deild karla heimsækir Snæfellinga í Stykkishólm í kvöld en Njarðvíkingum hefur ekki gengið vel í deildarleikjum sínum í Hólminum síðustu sex tímabil. Snæfell er nefnilega búið að vinna sjö síðustu deildarleiki liðanna í Fjárhúsinu.

Njarðvík vann síðast deildarleik í Hólminum 13. febrúar 2003 þegar liðið vann 63-60 eftir hörkuleik. Njarðvík vann reyndar undanúrslitaleik liðanna í bikarnum 22. janúar 2006 en sá leikur var spilaður fyrir vestan.

Snæfellingar hafa reyndar haft gott tak á Njarðvíkingum síðustu ár hvar sem liðin spila því frá því að Njarðvík vann 84-71 sigur í deildarleik liðanna í Ljónagryfjunni 11. október 2007 hafa Hólmarar unnið sex leiki liðanna í röð í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×