Formúla 1

Barrichello og Hulkenberg til Williams

Barrichello var í slag um meistaratitilinn í ár og verður með Williams á næsta ári.
Barrichello var í slag um meistaratitilinn í ár og verður með Williams á næsta ári. mynd: Getty Images

Frank Williams staðfesti í dag að Rubens Barrichello er gengin til liðs við Williams og ekur með liðinu árið 2010. Þá mun meistarinn í GP 2 mótaröðinni, Nico Hulkenberg einnig keyra með Williams á næsta ári.

"Barrichello þarfnast ekki neinnar kynningar. Hann er elsti og reyndasti ökumaðurinn í Formúlu 1 og er enn fullur eldmóðs og sýndi það á þessu keppnistímabili. Hann keppti um titilinn. Hulkenberg er meistari í GP2 og hafði áður orðið meistari í Formúlu 3 Evrópumótaröðinni, A1 GP og í Formúlu BMW", sagði Williams í tilefni af ráðningu kappanna tveggja.

Þetta þýðir að Nico Rosberg og Kazuki Nakajima yfirgefa liðið og talið er líklegt að Rosberg gangi til liðs við Brawn í stað Barrichello.

Sjá feril Barrichello




Fleiri fréttir

Sjá meira


×