Formúla 1

Meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport

Michael Schumahcer og Sebastian Vettel unnu meistarakeppni ökumanna í fyrra.
Michael Schumahcer og Sebastian Vettel unnu meistarakeppni ökumanna í fyrra. mynd: kappakstur.is

Meistarakeppni ökumanna, Race of Champions verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í 3.-4. nóvember. Samningar náðust í dag um að sýna fráþessum viðburði sem verður á Olympíuleikvanginum í Bejing í Kína.

Michael Schumacher er meðal keppenda eins og síðustu ár og Jenson Button,

nýrkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, en 16 ökumenn taka þátt. Má nefna

Sebastian Vettel og David Coulthard, rallkappann Miko Hirvonen sem barðist

við Sebastian Loeb um meistaratitilinn, mótorhjólameistarann Mick Doohan,

Tom Kristensen sem er áttfaldur sigurvegari í Le Mans og Travis Pastrana

sem er þrefaldur sigurvegari í X-Games.

Í keppni meistaranna keppa ökumenn á samhliða brautum og með

útsláttarfyrirkomulagi. Brautin á Olympíuleikvanginum í Bejing verður 20%

hraðari en á Wembley í fyrra og breiðari, sem býður upp á meiri tilþrif.

Ökumenn munu keppa á alskyns farartækjum í mismunandi umferðum, allt frá

grindarbílum upp í fjórhjóladrifum rallbílum.

Sýnt verður frá keppni milli landa á þriðjudag og einstaklingskeppni á

miðvikudag og í báðum tilfellum milli 12 og 3 að degi til. Útsendingarnar

eru síðan endursýndar helgina eftir.

Sjá meira um mótið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×