Körfubolti

Páll Axel og Grindvíkingar í stuði á móti ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson var heitur í kvöld.
Páll Axel Vilbergsson var heitur í kvöld. Mynd/Anton

Grindvíkingar unnu 41 stigs stórsigur á ÍR-ingum, 106-65, í Iceland Express deild karla í Röstinni í Grindavík í kvöld en þetta var síðasti leikur liðanna fyrir jólafrí.

Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum strax í byrjun, voru 25-14 yfir eftir fyrsta leikhluta og komnir með 20 stiga forskot í hálfleik, 53-33.

Páll Axel Vilbergsson var í stuði hjá Grindvíkingum í kvöld en hann skoraði 26 stig þar af 22 þeirra í fyrri hálfleik.

Það dugði ekki ÍR-ingum að Hreggviður Magnússon skoraði 25 stig fyrir þá í kvöld enda var hann með 15 stigum fleira en næsti maður sem var Nemanja Sovic.

Þetta var þriðji sigur Grindavíkurliðsins í röð og þeir stöðvuðu þarna jafnframt þriggja leikja sigurgöngu Breiðhyltinga.

Grindavík-ÍR 106-65 (53-33)

Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 26, Guðlaugur Eyjólfsson 21, Darrell Flake 16, Þorleifur Ólafsson 11, Ómar Sævarsson 9 (12 fráköst), Ólafur Ólafsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Þorsteinn Finnbogason 5, Brenton Birmingham 3 (6 stoðsendingar), Arnar Freyr Jónsson 2 (7 stoðsendingar).

Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 25, Nemanja Sovic 10, Kristinn Jónasson 8, Elvar Guðmundsson 6, Ólafur Þórisson 5, Davíð Þór Fritzson 5, Steinar Arason 4, Gunnlaugur Elsuson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×