Formúla 1

Senna í viðræðum við þrjú keppnislið

Bruno Senna mátaði bíl Honda í fyrra og var náægt samningi en varð frá að hverfa þegar liðið hætti fyrirvaralaust.
Bruno Senna mátaði bíl Honda í fyrra og var náægt samningi en varð frá að hverfa þegar liðið hætti fyrirvaralaust. Mynd: Getty Images

Bruno Senna, frændi Ayrtons heitins Senna er í viðræðum við þrjú Formúlu 1l lið um sæti árið 2010. Renault vill að hann próf bíl liðsins, en hann er einnig í viðræðum við Manor Motorsport og Campos sem eru ný lið.

Líklegt er að 14 keppnislið verði á ráslínunni á næsta ári og fjöldi ökumannssæta því 28 talsins. Fjögur ný lið verða í Formúlu 1 á næsta ári.

"Það eru bjartir tímar hjá ökumönnum og hlutirnir líta betur út hjá mér en í fyrra. Fleiri lið þýðir fleiri tækifæri fyrir ökumenn. Ég er nokkuð nálægt því að semja við Manor eða Campos", sagði Senna.

Hann virtist nokkuð nærri því að semja við Honda í fyrra, en þá kom babb í bátinn þar sem liðið lagði upp laupanna og varð að Brawn liðinu sem nú er meistari bílasmiða og ökumanna.

Sjá núverandi ökumannslista












Fleiri fréttir

Sjá meira


×