Formúla 1

Formúla 1 styður umferðarátak

Formúlu 1 ökumenn munu allir aka með auglýsingar frá umferðarátakinu Make Roads Safe, frá og með næsta móti.
Formúlu 1 ökumenn munu allir aka með auglýsingar frá umferðarátakinu Make Roads Safe, frá og með næsta móti. mynd: Getty Images
Formúlu 1 lið hafa ákveðið að styðja við alþjóðlegt umferðarátak sem

kallast Make Roads Safe og verða allir bílar merktir átakinu frá og með

ástralska kappakstrinum.

Það er FIA, alþjóðabílasambambandið sem stendur fyrir átakinu, en margir

Formúlu 1 ökumenn hafa unnið að verkinu og öðrum álíka síðustu misseri.

Markmið FOTA er að koma skilaboðum um aukið umferðaröryggi til þeirra

hundruða miljóna sem fylgjast með Formúlu 1. Í sjálfri íþróttinni hefur

öryggi verið í hávegum haft og má þakka Max Mosley fyrrum foresta FIA

ötult starf hvað það varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×