Körfubolti

Nick Bradford kominn með leikheimild - verður með í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford í leik með Grindavík á síðasta tímabili.
Nick Bradford í leik með Grindavík á síðasta tímabili. Mynd/Vilhelm
Nick Bradford hefur fengið leikheimild hjá KKÍ og verður því með Njarðvíkingum í kvöld þegar þeir taka á móti ÍR-ingum í Iceland Express deild karla. Nick Bradford verður þá fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að spila með Suðurnesjaliðunum Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

Nick Bradford kom til landsins á föstudagskvöldið á leið sinni frá Finnlandi þar sem að hann var rekinn frá finnska liðinu Kataja fyrir að skrifa illa um liðsfélaga sína á Twitter-síðunni sinni.

Hann hafði gert munnlegan samning við Njarðvík áður en hann kom til landsins og skrifaði síðan undir þegar hann kom til landsins.

Bradford var með 12,6 stig og 5,0 fráköst að meðaltali á 27,0 mínútum með Kataja hjá liðinu lék Bradford við hlið Jeb Ivey sem átti tvö mjög góð tímabil með Njarðvíkingum. Ivey var með 16,1 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali.

Mike Jefferson hefur einnig fengið leikheimild og mun því spila með ÍR í kvöld. Bæði lið tefla þar með fram nýjum leikmönnum í þessum leik auk þess að Gunnar Sverrisson mun stjórna ÍR-liðinu í fyrsta sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×