Körfubolti

Enginn skorað meira en Sigurður í svona leik í tólf ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Þorvaldsson átti stórleik í gær.
Sigurður Þorvaldsson átti stórleik í gær. Mynd/Arnþór
Sigurður Þorvaldsson fór á kostum í sigri Snæfells á KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deild karla í DHl-höllinni í gær. Sigurður skoraði 28 stig í leiknum sem er það mesta sem Íslendingur hefur skorað í oddaleik um sæti í lokaúrslitum síðan árið 1998.

Sigurður skoraði 16 af 28 stigum sínum á vítalínunni en hann setti niður 16 af 17 vítum sínum fyrir framan troðfullt hús. Sigurður hitti 6 af 12 skotum sínum utan af velli en ekkert stiga hans í leiknum komu úr þriggja stiga skoti.

Falur Harðarson á áfram metið en hann skoraði 35 stig fyrir Keflavík á móti Njarðvík í oddaleik undanúrslitanna 1998. Falur átti auk þess 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði þó ekki til sigurs.

Ívar Webster á hinsvegar metið í sigurleik en hann skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti Val í undanúrslitum 1985. Valur Ingimundarson kemur næstu en hann skoraði 29 stig fyrir Njarðvík í sigri á Val í undanúrslitum 1988. Sigurður er síðan í 3. sætinu.

Flest stig Íslendings í oddaleik um sæti í lokaúrslitum:

35 Falur Harðarson, Keflavík á móti Njarðvík 1998 (tap)

31 Guðni Guðnason, KR á móti Keflavík 1992 (tap)

31 Ívar Webester, Haukum á móti Val 1985

29 Valur Ingimundarson, Njarðvík á móti Val 1988

28 Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli á móti KR 2010

27 Kristinn Friðriksson, Keflavík á móti Njarðvík 1994 (tap)

26 Teitur Örlygsson, Njarðvík á móti Keflavík 1998

26 Sturla Örlygsson, Val á móti Keflavík 1987

25 Fannar Ólafsson, Keflavík á móti Grindavík 2004

24 Teitur Örlygsson, Njarðvík á móti Val 1992 (tap)

24 Guðjón Skúlason, Keflavík á móti Njarðvík 1990

24 Pálmar Sigurðsson, Haukum á móti Keflavík 1988

24 Garðar Jóhannsson, KR á móti Val 1984 (tap)

24 Páll Kolbeinsson, KR á móti Val 1984 (tap)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×