Körfubolti

Enginn leikur á Króknum í kvöld - slæm veðurspá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason og félagar í Tindastól þurfa að bíða eftir Stjörnumönnum til morguns.
Axel Kárason og félagar í Tindastól þurfa að bíða eftir Stjörnumönnum til morguns. Mynd/Anton
Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Tindastóls og Stjörnunnar í Iceland Express-deild karla í kvöld eftir að hafa ráðlagt sig við Lögregluna og Vegagerðina

Leikurinn átti að fara fram klukkan 19.15 á Sauðárkróki í kvöld en hefur nú verið settur á klukkan 19.15 á morgun þriðjudag.

Það fara því aðeins tveir leikir í Iceland Express deildinni í kvöld. Grindavík tekur á móti Breiðabliki í Röstinni í Grindavík og Snæfellingar heimsækja FSu í Iðuna á Selfossi. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×