Körfubolti

Draumabyrjun Stólanna dugði skammt í DHL-höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson skoraði 24 stig í kvöld.
Brynjar Þór Björnsson skoraði 24 stig í kvöld.
KR vann 19 stiga sigur á Tindastól, 107-88, í Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í kvöld. Tindastóll komst í 24-9 í fyrsta leikhluta en KR-ingar unnu upp muninn í öðrum leikhlutanum og stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann 37-16.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 24 stig fyrir KR og Hreggvður Magnússon var með 22 stig. Pavel Ermolinskij vantaði aðeins eitt stig í þrennuna en hann var með 9 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar. sean Cunningham skoraði 20 stig fyrir Tindastól og Dragoljub Kitanovic var með 16 stig.

Tindastólsliðið var búið að vinna þrjá leiki í röð í deild og bikar og byrjaði af miklum krafti. Stólarnir komust í 24-9 og voru 24-11 yfir eftir fyrsta leikhlutann. KR náði að minnka muninn í 37-42 fyrir hálfleik og Brynjar Björrnsson fór síðan í gangí þriðja leikhlutanum og sá til þess með sínum sextán stigum að KR var komið í 74-58 fyrir lokaleikhlutann.

KR-ingar hafa nú unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu og ennfremur þrjá síðustu leiki sína í deildinni. Liðið er í 2. til 3. sæti ásamt Grindavík en Grindvíkingar eiga leik inni á morgun.

KR-Tindastóll 107-88 (37-42)

Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Hreggviður Magnússon 22, Marcus  Walker 17, Ólafur Már Ægisson 13, Finnur Atli Magnússon 9, Pavel Ermolinskij 9 (15 frák./12 stoðs.), Matthías Orri Sigurðarson 6, Fannar Ólafsson 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Martin Hermannsson 2.

Stig Tindastóls: Sean Cunningham 20 (8 frák./5 stoðs.), Dragoljub Kitanovic 16 (8 frák./7 stolnir), Friðrik Hreinsson 12, Helgi Rafn Viggósson 8, Helgi Freyr Margeirsson 7, Hayward Fain  7, Einar Bjarni Einarsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Þorbergur Ólafsson 3, Halldór Halldórsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×