Formúla 1

Vetell: Meistaratitillinn markmiðið

Sebastian Vetel, ungur og áræðinn.
Sebastian Vetel, ungur og áræðinn. Mynd: Getty Images

Þjóðverjinn Sebastian Vettel er með markmið sín á hreinu og stefnir á meistaratitilinn í Formúlu 1 á árinu með Red Bull, en liðið frumsýndi bíl sinn í morgun.

"Ég hef sett mér markmið og veit hvað ég vill í ár. Ég vill vinna meistaratitilinn og ef við erum taldir meðal þeirra líklegustu er það ágætt, ef ekki, þá það. Það sem er mest um vert er að Red Bull bíllinn verði trauastur og hraðskreiður. Við þurfum fyrsta að sjá hvernig hann virkar", sagði Vettel.

"Við þurfum að sjá hvernig bílar keppinautanna koma undan vetri og það eru margir góðir ökumenn í Formúlu 1, ekki bara einn eða tveir. Við verðum að bíða og sjá hverjir eiga mesta möguleika í titilslagnum."

"Vonandi verðum við jafn sterkir og í fyrra, kannski öflugri. Svo eru McLaren og Ferrari, sem virðast mjög samkeppnisfær þessa dagana og Michael og Mercedes. Þetta verður áhugavert tímabil", sagði Vettel.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×